Arna, Ásrún, Ásthildur og Guðrún Hekla valdar í U17

Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Björnsson þjálfarar U17 ára stúlkna í handbolta völdu á dögunum hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt í EM í Svartfjallalandi 2. - 14. ágúst. Til undirbúnings leikur liðið vináttuleiki gegn Færeyingum ytra dagana 9. - 12. júní.

Í hópnum eru fjórar Valsstelpur, þær Arna Karitas Eiríksdóttir, Ásrún Inga Arnarsdóttir, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir og Guðrún Hekla Traustadóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefnum.