Sjö strákar úr Val í U15 og þrír í U16

Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfarar U15 ára landsliðs drengja í handbolta völdu á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga helgina 2. - 4. júní næstkomandi. 

Í hópnum eru alls sjö Valsarar: 

  • Anton Máni Francisco Heldersson
  • Bjarki Snorrason
  • Gunnar Róbertsson
  • Kári Steinn Guðmundsson
  • Logi Finnsson
  • Þórhallur Árni Höskuldsson
  • Örn Kolur Kjartansson

Þá völdu Ásbjörn Friðriksson og Haraldur Þorvarðarson, þjálfarar U16 hóp drengja sem kemur til æfinga sömu helgi ásamt því að fara í mælingar á vegum Háskólans í Reykjavík þann 27. maí.

Í hópnum eru þrír drengir úr Val:

  • Dagur Fannarsson
  • Daníel Montoro
  • Höskuldur Tinni Einarsson

Við óskum drengjunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.