Lovísa til baka í kvennalið Vals í handbolta

Lovísa Thompson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Vals eða út tímabilið 2025. Lovísa fór út til Danmerkur síðasta sumar en meiðsli á hásin hafa haldið henni frá handboltavellinum bróðurpart vetrarins.

Lovísa er að jafna sig eftir aðgerð og ætti að vera klár að hefja æfingar aftur í byrjun ágúst. Lovísu þekkja allir en hún var lykilmaður í Valsliðinu eftir að hún kom til félagsins frá Gróttu og hefur unnið alla titla sem í boði eru hérlendis ásamt því að vera fastamaður í A-landsliði kvenna.

Frábærar fréttir að þessi magnaði leikmaður sé aftur komin á Hlíðarenda - Áfram hærra!