Thea framlengir samning sinn við Val
Thea Imani Sturludóttir hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Vals til tveggja ára eða út tímabilið 2025. Thea hefur verið einn af máttarstólpum liðsins undanfarin ár á báðum endum vallarins eftir að hafa komið til félagsins frá Århus.
Thea hefur tekið leiðtogahlutaverk í liðinu og er til fyrirmyndar í hvívetna bæði innan sem utan vallar. Thea hefur einnig komið að þjálfun yngri flokka og var á forsetalista HR í sínu námi.
Það eru frábærar fréttir fyrir félagið að Thea sem er einn besti leikmaður deildarinnar og lykilmaður í A-landsliðinu sjái framtíð sína áfram á Hlíðarenda - Áfram hærra!