Þrír efnilegir úr Val í úrvalsliði grunnskólanna í Reykjavík

Þrír efnilegir knattspyrnumenn úr Val, þeir Jón Jökull Úlfarsson, Mattías Kjeld og Starkaður Jónasson voru valdir í úrvalslið grunnskólanna í Reykjavík sem hélt í nýliðinni viku til Helsinki og tók þátt í Norðurlandamóti höfuðborga. Strákarnir eru allir fæddir árið 2009 og eru því í 4.flokki.  Í mótinu mætti Reykjavíkurúrvalið úrvalsliðum frá Helsinki, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Osló.

 

Skemmst er frá því að segja að strákarnir náðu frábærum árangri en það fór svo að lokum að Reykjavík stóð uppi sem sigurvegari á mótinu eftir 3 sigra og eitt tap. Þeir Jón Jökull og Mattías tóku þátt í öllum leikjum mótsins en Starkaður átti við smá meiðsli að stríða í upphafi móts en náði að leggja sitt af mörkum innan vallar í síðustu tveimur leikjunum.

 

Við óskum þessum efnilegu Völsurum til hamingju með bæði upplifun og árangur.

 

Hér fylgja með úrslitin úr leikjunum:

 

Reykjavík - Helsinki 2-1 - Jón Jökull 1 mark

Reykjavík - Kaupmannahöfn 4-0

Reykjavík - Osló 0-1 

Reykjavík - Stokkhólmur 4-1 - Mattías 2 mörk

 

Á myndunum báðum eru frá vinstri: Jón Jökull, Mattías og Starkaður og svo má finna liðsmynd þarna líka.