Fyrirliðinn framlengir

Hildur Björnsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Hildur mun leika með liðinu út tímabilið 2025 hið minnsta.

Hildur kom til félagsins árið 2017 og hefur síðan þá tekið mikið ábyrgðar hlutverk jafnt inná vellinum sem og í klefanum. Hildur hefur verið einn af bestu línumönnum deildarinnar undanfarin ár og lék sína fyrstu A-landsleiki eftir að hafa komið til félagsins.

Hún hefur verið burðarás á báðum endum vallarins í sigursælu Valsliði undanfarin ár og eru það gleðifréttir að hún muni áfram taka slaginn með liðinu.

Áfram hærra!

May be an image of 8 people, people playing football and people playing volleyball