Fanney, Hildur Björk og Ísabella með U19 í lokakeppni EM
Margrét Magnúsdóttir þjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem tekur þátt í lokakeppni EM sem fer fram í Belgíu.
Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi og fara leikirnir fram 18. - 30. júlí næstkomandi.
Í hópnum eru þrír leikmenn úr meistaraflokki Vals, markmaðurinn Fanney Inga Birkisdóttir, Hildur Björk Búadóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir.
Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis með liðinu í Belgíu.
* Fréttin var uppfærð 14. júlí eftir að Ísabellu Söru var bætt inn í hópinn