Morgan framlengir samning sinn við handknattleiksdeild Vals

Morgan Marie Þorkelsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið og leikur með liðinu út tímabilið 2025.

Morgan þekkja allir Valsarar vel en hún er á leiðinni inn í sitt 10. tímabil með meistaraflokki Vals. Morgan er ákaflega fjölhæfur leikmaður en hún lék sína fyrstu leiki fyrir félagið í meistaraflokki tímabilið 2012-2013 og lék samfleytt til ársins 2019 er hún neyddist til að taka sér pásu vegna meiðsla.

Morgan kom svo aftur til baka árið 2021 og hefur leikið með liðinu síðan þá. Morgan hefur orðið deildarmeistari 3x, bikarmeistari með liðinu 5x og Íslandsmeistari 4x á þessum 9 tímabilum.

Frábærar fréttir fyrir félagið að Morgan haldi áfram á næstu árum.

Áfram hærra!

May be an image of 3 people, people playing football, people playing American football, people playing volleyball and text