Amanda snýr aftur að Hlíðarenda
Amanda Andradóttir hefur skrifað undir hjá Val og kemur til félagsins frá Kristianstad í Svíþjóð. Amanda er ein efnilegasta knattspyrnukona landsins, fædd árið 2003 og lék með Val í yngri flokkum.
Hún hefur spilað með Nordjælland í Danmörku, Vålerenga í Noregi og Kristianstad í Svíþjóð. Hún hefur leikið 12 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað 10 mörk og 13 A landsliðsleiki og skorað 2 mörk. Þà er hún í A landsliðshópnum sem mætirFinnlandi og Austurríki á næstu dögum.
Við erum gríðarlega spennt að fá Amöndu heim og hlökkum til að sjá hana í fyrsta sinn i efstu deild á Íslandi.
Velkomin heim Amanda!