Kvennakvöld Vals fer fram 7. október

Laugardagskvöldið 7. október verður hið stórskemmtilega Kvennakvöld Vals haldið að Hlíðarenda.

Þá ætla konur sem styðja félagið okkar Val og finnst gaman að gera sér glaðan dag að hittast, gæða sér á ljúffengum mat og dansa fram eftir kvöldi.

Dagskráin er frábær í ár

  • Svandís Dóra verður veislustjóri kvöldsins
  • Glæsilegur kvöldverður
  • Guðrún Árný kemur salnum í rífandi stemningu með söng og undirleik
  • DJ Andrea Jóns hristir upp í dansgólfinu

Miðasala fer fram á Tix.is:  https://tix.is/is/event/16141/kvennakvold-vals/

Skráið ykkur í viðburðinn á Facebook til að missa ekki af neinuhttps://fb.me/e/ZMrbvs7Z