Ísabella, Kolbrá og Sigríður Theodóra með U19 til Noregs

Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum leikmannahóp sem tekur þátt í norsku æfingamóti dagana 22.-26. september næstkomandi. Mótið fer fram í Sarpsborg þar sem liðið mætir bæði Svíþjóð og Noregi. 

Í hópnum eru þrír leikmenn meistaraflokks Vals, þær Ísabella Sara Tryggvadóttir, Kolbrá Una Kristinsdóttir og Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis með landsliðinu.