Sex Valsarar í A-landsliði kvenna sem mætir Wales og Þýskalandi

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem leikur gegn bæði Wales og Þýskalandi í Þjóðadeild UEFA. 

Í hópnum eru fimm leikmenn Vals, markverðirnir Sandra Sigurðardóttir og Fanney Inga Birkisdóttir ásamt útileikmönnunum Amöndu Jacobsen Andradóttur, Örnu Sif Ásgrímsdóttur og Berglindi Rós Ágústsdóttur. 

Frétt uppfærð 13. september

Þá bættist Lára Kristín Pedersen einnig inn í hópinn vegna meiðsla Alexöndru Jóhannsdóttur. Lára á að baki tvo A-landsleiki fyrir Ísland eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur upp yngri landsliðin.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis með liðinu í komandi verkefnum.