Kvennalið Vals í knattspyrnu Íslandsmeistari þriðja árið í röð
Kvennalið Vals í knattspyrnu varð í gærkvöldi Íslandsmeistari eftir að Breiðablik laut í lægra haldi fyrir sameiginlegu liði Þór/KA norður á Akureyri.
Þetta er þriðja árið í röð og fjórtándi Íslandsmeistaratitill félagsins í kvennaknattspyrnu en einungis Breiðablik á að baki fleiri titla, alls 18 talsins.
Íslandsmeistaraliðið sækir lið Stjörnuna heim í kvöld, þegar liðin mætast á Samsungvellinum í Garðabæ klukkan 19:15. Við hvetjum stuðningsfólk til að skella sér á völlinn og styðja stelpurnar til sigurs.
Við óskum stelpunum og öllum sem að liðinu standa hjartanlega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!