Ágústa og Ísold í úrtakshópi U16 og Matthías Kjeld ásamt Ásu Kristínu í U15

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U16 ára kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp stúlkna sem kemur saman til æfinga dagana 2. - 3. október næstkomandi í Miðgarði.

Í hópnum  eru Valsararnir Ísold Hallfríðar Þórisdóttir og Ágústa María Valtýrsdóttir en þær léku báðar með kvennaliði KH í sumar. 

Matthías Kjeld var valinn í hóp U15 ára karla sem tekur þátt í UEFA Development  móti sem fer fram í Póllandi dagana 1. - 7. október næstkomandi og þá var Ása Kristín Tryggvadóttir valin í úrtakshóp U15 kvenna sem kemur saman til æfinga dagana 27. - 29. september.

Við óskum krökkunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefnunum sem eru framundan.