Bubbi Morthens mætir í Vítamín í Val

Vissir þú að í Valsheimilinu er boðið upp á ókeypis leikfimi alla fimmtudaga kl. 10:00. Tímarnir kallast "Vítamín í Val" og eru sniðnir að 3ja aldursskeiðinu en æfingarnar henta öllu fólki óháð reynslu eða getu.

Í tilefni af íþróttaviku Evrópu ætlar Bubbi Morthens að mæta í tímann á morgun, 28. september. Við tökum létt spjall og gerum nokkrar æfingar með handlóðum. Aðallega ætlum við þó að hafa gaman saman. Smoothie í boði fyrir þátttakendur.

Þjálfari Vítamíns í Val í vetur er Kári Kristófer Elíasson BS í næringarfræði og nemandi í mastersnámi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Hann leggur ríka áherslu á handlóð í tímunum og fjölbreyttar styrkjandi æfingar við allra hæfi.

Verið öll velkomin og hvetjið fólk í kringum ykkur til þátttöku!