Kolbrún Arna í hóp U18 sem mætir Svíum
Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U18 kvenna valdi á dögunum hóp sem tekur þátt í æfingum og leikjum við Svíþjóð.
Hópurinn mun koma saman til æfinga helgina 25. - 26. nóvember og þriðjudaginn 28. nóvember. Leikirnir við Svíþjóð munu fara fram á Íslandi 29. nóvember og 1. desember í knattspyrnuhúsinu Miðgarði í Garðabæ.
Í hópnum er Valsarinn Kolbrún Arna Káradóttir og óskum við henni til hamingju með valið og góðs gengis með landsliðinu í komandi verkefni.