Fálkar Vals afhentu Fálkaorðuna 2023

Þriðjudaginn 14. nóvember fengum við þann heiður að veita Fálkaorðuna. Fálkaorðuhafi 2023 er engin önnur en María Hjaltalín.

Flestir Valsarar þekkja Maríu vel enda hefur hún verið framúrskarandi í sjálboðaliðastarfi innan barna- og unglingastarf félagsins í langan tíma.

Fálkar þakka Maríu fyrir allt það óeigingjarna starf sem hún hefur innt að hendi fyrir krakkana í Val.

Bolta-kveðjur,

Fálkar Vals