Ísabella og Sigríður Theodóra með U20 í umspilsleik gegn Austurríki

Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U20 kvenna valdi á dögunum hóp sem tekur þátt í umspilsleik liðsins gegn Austurríki um laust sæti á HM í Kólumbíu 2023.

Hópurinn kemur saman til æfinga 25.-26. nóvember, og í aðdraganda ferðar dagana 27 nóvember til 1. desember en liðið ferðast til Barcelona dagana 2.-5. desember.

Í hópnum eru tveir leikmenn úr meistaraflokki Vals, þær Ísabella Sara Tryggvadóttir og Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefni með landsliðinu.