Jón Jökull og Matthías til úrtaksæfinga með U15

Þórhallur Siggeirsson landsliðsþjálfari U15 drengja í knattspyrnu valdi á dögunum leikmenn sem koma saman til úrtaksæfinga dagana 27. - 29. nóvember næstkomandi. 

Æfingarnar fara fram í knattspyrnuhúsinu Miðgarði í Garðabæ ásamt því að spilað verður á kvöldin í knatthúsum á höfuðborgarsvæðinu.

Í hópnum eru tveir drengir úr Val, þær Jón Jökull Úlfarsson og Matthías Kjeld. Við óskum strákunum góðs gengis á æfingunum og til hamingju með valið.