Sameiginleg æfing hjá minnibolta 5-7 ára
Yngsti aldurshópur yngri flokka í körfubolta, drengja og stúlkna tóku sameiginlega æfingu í gær undir styrkri leiðsögn þjálfarateymi flokksins.
Að lokinni æfingu var foreldraráð flokksins búið að stóla upp bíósal og undirbúa pizzaveislu sem beið iðkendanna sem horfðu ásamt foreldrum á körfuboltamynd sem heppnaðist þvílíkt vel.
Að neðan má sjá hópmynd af flokknum og stemninguna í bíósalnum sem var ósvikin.