Sigursteinn Stefánsson ráðinn framkvæmdastjóri Vals

Sigursteinn Stefánsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Vals. Sigursteinn var valinn úr hópi 29 mjög hæfra einstaklinga sem sóttust eftir að sinna starfi framkvæmdastjóra félagsins.

Sigursteinn kemur til Vals frá Michelsen ehf þar sem hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri undanfarin ár. Sigursteinn er með B.S. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og með B.S. í viðskiptafræði frá sama skóla 2007.

Sigursteinn tekur við starfinu af Sigurði Kristni Pálssyni sem sinnt hefur starfi framkvæmdastjóra félagsins með litilu hléi undanfarin ár. Sigurði þökkum við kærlega fyrir tryggð sína við Val en hann mun láta af störfum í byrjun næsta árs.

Bjóðum Sigurstein velkominn til starfa um leið og við þökkum öllum þeim hæfu einstaklingum sem sýndu starfinu áhuga kærlega fyrir þeirra umsóknir.

Kveðja,

Hörður Gunnarsson formaður Vals.