Ísabella, Kolbrá og Sigríður með U19 til Portúgal

Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum 18 mann hóp sem tekur þátt í vináttuleikjum gegn Portúgal og Finnlandi sem fara fram í Portúgal dagana 18.-24. janúar næstkomandi.

Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM og mun hópurinn koma saman til æfinga í Miðgarði 16. og 17. janúar fyrir ferðina. 

Í hópnum eru þrjár stelpur úr Val, þær Ísabella Sara Tryggvadóttir, Kolbrá Una Kristinsdóttir og Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir. Við óskum stelpunum góðs gengis í komandi verkefni og til hamingju með valið.