Auður Björg og Ása Kristín til úrtaksæfinga með U15

Magnús Örn Helgason landsliðsþjálfari U15 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem kemur saman til úrtaksæfinga dagana 23.-25. janúar næstkomandi. 

Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsinu í Garðabæ en einnig verður leikinn æfingaleikur í Safamýri.

Í hópnum eru tvær stelpur úr Val, þær Auður Björg Ármannsdóttir og Ása Kristín Tryggvadóttir. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.