Benni til Noregs

Benedikt Gunnar Óskarsson hefur gert tveggja ára samning við norska liðið Kolstad frá næsta sumri að telja. Benni er uppalinn á Hlíðarenda og með Valsblóð af bestu sort í æðum.

Á sínum meistarflokksferli með Val hefur hann unnið til tveggja Íslandsmeistaratitla og tveggja bikarmeistaratitla auk þess að vinna fjölda titla með yngri flokkum félagsins.

Benni var valinn efnilegasti leikmaður Olísdeildarinnar árið 2022 og besti sóknarmaður deildarinnar árið 2023. Á þessu tímabili hefur hann spilað 13 leiki og skorað í þeim 63 mörk.

Benni hefur verið lykilmaður í gríðarsterku Valsliði og verður hans skarð vandfyllt. Við erum hins vegar stolt af því að enn einn efnilegur íþróttmaður frá okkar láti drauma sína rætast í atvinnumennsku og Benna fylgja okkar bestu óskir um áframhaldandi velgengni.