Valsarar í æfingahópum yngri landsliða KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands birti á dögunum æfingahópa fyrir yngri landslið sambandsins. Um er að ræða leikmenn liða U15, U16, U18 drengja og stúlkna auk U20 karla og kvenna.

Fyrstu æfingahóparnir voru boðaðir í desember þar sem stórir hópar leikmanna úr hverjum árgangi æfðu fyrir jólin og nú hafa þeir verið minnkaðir niður í þann hóp sem kemur saman í febrúar. Endanlegur lokahópur hvers liðs verður svo valinn fyrir sumarið sem hefur æfingar í vor að loknu tímabilinu og úrslitum yngri flokka í mótahaldinu.

Eftirfarandi fulltrúar Vals hafa verið valdir til áframhaldandi æfinga yngri landsliða KKÍ 16.-18. febrúar nk.

Óskum við krökkunum til hamingju með valið og góðs gengis á komandi æfingum. 

 

U15 drengja

Diðrik Högni Yeoman

Gabriel K. Ágústsson

 

U16 drengja

Páll Gústaf Einarsson

Stormur Kiljan Traustason

 

U16 stúlkna

Berta María Þorkelsdóttir

Ingibjörg Sigrún Svaladóttir

Fatima Rós Joof

 

U20 karla

Karl Kristján Sigurðsson

 

U20 kvenna

Sara Líf Boama