Félagsgjöld Vals

Kæra Valsfólk,

Nú um mánaðarmótin komu inn félagsgjöld í heimabanka félagsmanna Vals. Tekið skal fram að um valgreiðslu er að ræða og eru gjöldin rukkuð í gegnum Abler. 

Athugið sérstaklega að vegna kerfisvillu hjá Abler var send út greiðslukvittun fyrir skuldfærslu. Sú skuldfærsla hefur og mun ekki eiga sér stað.

Félagsmenn sem hafa tök á eru hvattir til að leggja félaginu lið með því að greiða greiðsluseðilinn sem veitir þeim aðgang að aðalfundi Vals sem verður haldinn í maí 2024.

Hafi félagsmaður ekki fengið félagsgjaldið sent í heimabanka en vill leggja félaginu lið, er hægt að ganga frá greiðslu félagsgjalda hér  https://www.abler.io/shop/valur og gerast þannig löggiltur félagsmaður.

 

Valskveðja,

Styrmir Þór Bragason,

Framkvæmdastjóri Vals