Afmælishátíð Vals

Knattspyrnufélagið Valur fagnaði 113 ára afmæli nú síðastliðna helgi.

Í tilefni dagsins var boðið til kaffisamlætis í veislusal félagsins að Hlíðarenda, þar flutti formaður félagsins, Hörður Gunnarsson tölu og heiðursviðurkenningar.

,,Það er viðtekin venja á afmæli Vals að veita valinn kunnum sjálfboðaliðum viðurkenningu fyrir vel unnin störf fyrir félagið okkar og fátt er skemmtilegra í starfi formanns en að viðhalda þeirri hefð.  Silfurmerki er veitt þeim sem unnið hafa óeigingjarnt starf á vegum félagsins í amk 5 ár og gullmerki félagsins fyrir óeigingjarnt starf í amk 10 ár.

Í dag eru tveir félagar með okkur sem við öll þekkjum vel og vil ég biðja þá að koma hingað og taka við viðurkenningu fyrir ómetanlegt starf fyrir Val á liðnum árum". 

- Hörður Gunnarsson

  Kristmundur Anton Jónasson eða Krissi hefur hvatt keppnislið okkar með trommuleik allar götur frá árinu 2016 og reyndar sinnt ýmsum störfum fyrir Val fyrir þann tíma.  Hann er því sæmdur silfur merki Vals í dag um leið og við þökkum honum fyrir ómetanlegan stuðning á liðnum árum.

 Baldur Rafnsson eða Baldur Bongó er öllum Valsmönnum að góðu kunnur og hljómfall hans er ákveðið vörumerki stuðningsaðila Vals og lögnu landsþekkt.  Baldur byrjaði að hvetja fótboltann hjá okkur með landsfrægum trommuleik sínum árið 2003, handboltaliðin síðar sama ár og svo hefur hann bætt körfuboltanum við.  Ég veitti honum silfur merki Vals fyrir 15 árum og því alveg kominn tími til frekari viðurkenningar fyrir hans ómetanlega starf sem hefur verið mikil hvatning fyrir afreksfólk okkar sl 21 ár.

Áfram, Hærra!

 

Afmæli Vals