Finnur framlengir!

Finnur Freyr Stefánsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára við félagið um þjálfun meistarafloks karla sem gildir út tímabilið 2028.
Við fögnum þessari undirskrift. Við höfum átt frábært samstarf við Finn. Hann er góður þjálfari, mikill liðsmaður og frábær manneskja. Það er gott að hafa slíkan mann með okkur í Val. Þess má geta að liðið varð nýverið Bikarmeistari 2025, er ríkjandi Íslandsmeistari og byrjaði vegferðina inn í 8 liða úrslit Íslandsmeistaramótsins í gær með hörku sigri á Grindavík.
"Mér hefur liðið mjög vel að Hlíðarenda og hef eignast marga góða vini. Ég hlakka til næstu ára og vinna í því góða umhverfi sem er hér í Val."
Finnur er einn af okkar reyndustu og bestu þjálfurum og er félagið afskaplega ánægt með að tryggja hans starfskrafta áfram á Hlíðarenda.
