IberCup Estoril

Ferðasaga frá Portúgal - Valur á Iber Cup 2025 

3. flokkur karla, 3. flokkur kvenna og 4. flokkur karla fóru í vikunni til sólríka Estoril í Portúgal þar sem þau tóku þátt í  Iber Cup, öflugu alþjóðlegu knattspyrnumóti! 
Valur sendi  sjö lið til leiks á mótið:
  • Þrjú lið í 3. flokki karla
  • Tvö lið í 4. flokki karla
  • Tvö lið í 3. flokki kvenna

Mánudagur - Fimmtudagur (30. júní - 3. júlí)

Riðlakeppnin lauk og  A-liðin í 3. flokki karla, 3. flokki kvenna og 4. flokki karla tryggðu sér sæti í  Gold útsláttarkeppninni.

B-liðin komust í  Brons útsláttarkeppnina og sýndu mikla baráttu við erfiðar aðstæður.   

 

Föstudagur 4. júlí - Útsláttarkeppnin hófst

A-lið 3. flokks karla  vann glæsilegan sigur í  8-liða úrslitum og tryggði sér sæti í undanúrslitum!

4. flokkur karla A-lið féll úr leik í  vítaspyrnukeppni eftir hetjulega baráttu í 16-liða úrslitum.
B- og C-lið 3. flokks karla, 4.flokks karla og 3.flokks kvenna luku keppni eftir mikla baráttu - en sýndu góðan karakter og liðsheild! 

Laugardagur 5. júlí - Undanúrslitaleikir 

3. flokkur kvenna mætti  Litoral Norte frá Brasilíu í undanúrslitum og unnu leikinn. Þar unnu þær 4-2 í spennandi leik og spiluðu til úrslita

3. flokkur karla mætti  Uniao Nogueirense FC frá Portúgal í undanúrslitum í æsispennandi leik. Þar unnu þeir 2-1 endurkomusigur og spiluðu til úrslita. 

Úrslitaleikir

3.flokkur kvenna gerði sér lítið og vann sinn úrslitaleik 3-2. Frábær leikur hjá stelpunum og unnu þær Iber cup. Frábær árangur 
3.flokkur karla spilaði svo  úrslitaleik á sunnudeginum við frábærar aðstæður og umgjörð. Þeir töpuðu 1-0 í úrslitaleiknum og enduðu þar með í 2.sæti. Frábær árangur sömuleiðis. 

Stemning og góð liðsheild

Ferðin var frábær - hópurinn  nýtti tímann utan vallar til að styrkja liðsheildina, njóta sólar og skapa minningar. Andinn var góður, fararstjórn frábær og allir lögðu sig fram bæði innan og utan vallar!
Ljóst er að framtíðin er björt á Hlíðarenda og óskum   framtíðar leikmönnum Vals góðs gengis í sumar !