Valsakademían 2025

Valsakademían fór fram dagana 6.-15.ágúst.
Námskeiðið heppnaðist gríðarlega vel og tóku rúmlega 170 iðkendur þátt, úr fjölmörgum liðum, í handbotla, fótbolta eða körfubolta.
Iðkendum var boðið upp á æfingar undir handleiðslu fagaðila í sínu í fagi ásamt fyrirlestrum.
Í handboltanum var Anton Rúnarsson, yfirþjálfari handboltans og þjálfari meistaraflokks kvenna, með yfirumsjón. Þjálfarar á æfingum voru Snorri Steinn, Arnar Péturs, Ágúst Þór, Dagur Sig og Óskar Bjarni ásamt aðstoð frá meistaraflokkum félagsins og þjálfurum deildarinnar.
Í fótboltanum var Hallgrímur Heimisson, yfirþjálfari fótboltans og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna, með yfirumsjón. Þjálfarar á æfingum voru Heimir Hallgríms, Guðmundir Hreiðars, Túfa, Haukur Páll, Silja Úlfars, Arnar Gunnlaugs, Hermann Hreiðars, Hannes Þór, Guðni Bergs, Sigurbjörn Hreiðars, Davíð Snorri, Ómar Ingi, Sigurður Sigurðs, Þorsteinn Halldórs og Matthías Guðmunds ásamt leikmönnum meistaraflokks karla og kvenna hjá deildinni. Lars Lagerback forfallaðist vegna meiðsla.
Í körfuboltanum var Ólöf Helga Pálsdóttir, verkefnastjóri körfunnar og þjálfari deildarinnar, með yfirumsjón. Þjálfarar á æfingum voru Ásta Júlía, Kika, Jamil, Finnur Freyr, Kristófer Acox, Frank Aron og Silja Úlfars ásamt leikmönnum meistaraflokks karla og kvenna deildarinnar.
Ásamt því var iðkendum boðið upp á mat og fyrirlestra frá Óla Stef, Heimi Hallgríms, Þorgrími Þráins, Elísu Viðars, Þorkeli, Hafrúnu Kristjáns og Óskari Bjarna.
Valsakademían var með frábæra styrktaraðila sem við viljum þakka innilega fyrir samstarfið. Þeir eru:
- MS
- Lemon
- Subway
- Happy Hyrdate
- Macron
- Myllan
- G3 merkingar
- Rec Media
Allur ágóði Valsakademíunnar rann til Barna- og unglingasviðs Vals.
Við viljum þakka öllum þeim sem komu að Valsakademíunni kærlega fyrir frábært námskeið.
Áfram Valur!