Fræðsludagur ÍBR

Mánudaginn 3.nóvember stóð Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) fyrir fræðslu fyrir alla þjálfara félagins.
Tvö erindi á dagskrá. Fyrra erindið fjallaði um þjálfun fatlaðra barna og voru það þau Arna Sigríður Albertsdóttir og Ingi Þór Einarsson sem fluttu það. Seinna erindið fjallaði um hvernig meðvitund um styrkleika eykur jákvæða menningu og styrkir liðsheild og voru þær Birna Kristín Jónsdóttir og Soffía Ámundadóttir sem fluttu það erindi.
Við þökkum ÍBR kærlega fyrir frábæra fræðslu!














