Valur - HSG Blomberg Lippe

Sunnudaginn 16.nóvember klukkan 17 mæta stelpurnar okkar þýska stórliðinu HSG Blomberg-Lippe!
Kauptu þér miða á leikinn á sunnudag og styddu við bakið á stelpunum alla leið.
Miði á leikinn hér.

Fyrir þá sem vilja sýna ennþá meiri stuðning í verki er hægt að heita ennþá frekar á stelpur:
  • Hægt að kaupa styrktarmiða á 15.000 kr (sami hlekkur og til að kaupa miða)
  • Með því að gerast Bakhjarl stelpnanna og leggja inn 12.000 kr eða frjáls framlög á reikning Handknattleiksdeildar Vals en sé þessi leið valin er styrkurinn frádráttarbær til skatts undir skilgreiningu Almannaheilla styrks.
Styðjum hressilega við bakið á stelpunum, mætum á leikinn og léttum undir með þeim í þessu spennandi verkefni!
Áfram Valur, áfram hærra!
583720099_18537779911012080_8198474999342659368_n