Þorrablót 31.jan 2026

Takið frá laugardagskvöldið 31. janúar 2026 því að Þorrablót Miðbæjar & Hlíða verður haldið það kvöld og þið viljið ekki missa af skemmtilegasta kvöldi ársins!
Húsið opnar kl.19:00 og lokar fyrir matargesti kl.20:00. Borðhald og skemmtidagskrá hefst kl.20:15. Húsið opnar aftur fyrir ballgesti kl.22:45.
Það verður geggjuð dagskrá allt kvöldið!
  • Dóra DNA stýrir kvöldinu og skemmtir mannskapnum.
  • Blaz Roca stígur á svið og kemur öllum út á gólf.
  • Stefanía Svavars og gleðibandið Næsland lætur fólk dansa frá sér allt vit.
  • LUX veitingar bera fram Þorramat ásamt hefðbundnum veislumat og vegan rétti.
Miðasala hefst 19.nóv á Midix.is
  • Miðaverð er 15.900 kr.
  • Borðin eru 10 manna og flest eru seld í heilu lagi
  • Hægt er að kaupa staka miða á fyrirfram valin borð.

Þorrablót Vals