Softball mót Vals

Laugardaginn 29.nóvember fór fram fyrsta Softball mót Vals. 

Mótið er hugsað sem tækifæri fyrir foreldra, vinahópa, íbua í hverfinu og í raun Valsara til að klæða sig upp og keppa í Softball á léttu nótunum. Það voru í kringum 80 manns sem spiluðu á mótinu á öllum aldri og gleðin var svo sannarlega við völd. Á svæðinu var sjoppa, en einnig var hægt að kaupa jólakúlur og svuntur til styrktar barna- og unglingasviðs Vals.
Mótið sjálft heppnaðist vel og um kvöldið var stemningin færð í Fjósið þar sem veitt voru verðlaun fyrir flottustu búningana, bestu stemninguna, flottustu tilþrifin og fleira. Anton Rúnarsson, yfirþjálfari handboltans, veitti verðlaun ásamt Heiði Baldursdóttur, formanni BUS handbolta.
Sigurvegarar mótsins var liðið Valur2/Landsliðið, FC Bombastic fékk verðlaun fyrir bestu stemninguna, Be my eye fékk verðlaun fyrir besta búninginn, svo eitthvað sé nefnt.
Við viljum þakka öllum sem komu að mótinu kærlega fyrir en á næsta ári verður þetta enn stærra og skemmtilegra.

 590190176_844754764622935_2739595997127309685_n

590086939_1976734102902646_7922652760121633177_n

589919545_1374984527600453_3120721533163434984_n

589478601_908342671858758_5681846643289420350_n

589891667_873320198554512_5380104350988581747_n

590419561_875748558238145_1486624508878789126_n

591165395_1212938090719192_1385842087231355918_n