Softball mót Vals

Laugardaginn 29.nóvember fór fram fyrsta Softball mót Vals.
Mótið er hugsað sem tækifæri fyrir foreldra,
vinahópa, íbua í hverfinu og í raun Valsara til að klæða sig upp og
keppa í Softball á léttu nótunum. Það voru í kringum 80 manns sem
spiluðu á mótinu á öllum aldri og gleðin var svo sannarlega við
völd. Á svæðinu var sjoppa, en einnig var hægt að kaupa jólakúlur
og svuntur til styrktar barna- og unglingasviðs Vals.
Mótið sjálft heppnaðist vel og um kvöldið var
stemningin færð í Fjósið þar sem veitt voru verðlaun fyrir
flottustu búningana, bestu stemninguna, flottustu tilþrifin og
fleira. Anton Rúnarsson, yfirþjálfari handboltans, veitti verðlaun
ásamt Heiði Baldursdóttur, formanni BUS handbolta.
Sigurvegarar mótsins var liðið Valur2/Landsliðið,
FC Bombastic fékk verðlaun fyrir bestu stemninguna, Be my eye fékk
verðlaun fyrir besta búninginn, svo eitthvað sé nefnt.
Við
viljum þakka öllum sem komu að mótinu kærlega fyrir en á næsta ári
verður þetta enn stærra og skemmtilegra.




















