Jólatónleikar Valskórsins

Jólatónleikar Valskórsins verða haldnir í Friðrikskapellu við Hlíðarenda laugardaginn 6. desember 2025 og hefjast kl. 16:00

Verið öll velkomin á hátíðlega söngstund þar sem kórin syngur blöndu af innlendum og erlendum lögum m.a. eftir stjórnanda kórsins Báru Grímsdóttur.
Á tónleikunum syngur kórinn eftirtalin lög:
Jólavísa,
Þá nýfæddur Jesú,
Jól,
Brightest and best,
Hugviti hærra,
Boðun Maríu og
Ó Jesúbarn blítt
þá er hlé og hlutavelta - eftir hlé syngur kórinn
Have yourself a merry little Christmas,
Hátíð fer að höndum ein,
Klukknanna köll,
Fögur er foldin,
Einn guð í hæðinni,
Jólasyrpa
og síðan endum við á Heimsum ból með tónleikagestum.
Píanó: Kári Allansson
Gítar: Chris Foster
Þverflauta: Jón Guðmundsson
Kynnir: Jón Guðmundsson
Miðar eru seldir við innganginn