Jólamót Vals 2025

Jólamót Vals, í samtstarfi við Colgate og Rent-A-Party, fór fram helgina 6.-7.desember.
Mótið hefur aldrei verið fjölmennarra en voru rúmlega 950 skælbrosandi krakkar, stúlkur og drengir, á aldrinum 5-9 ára sem tóku þátt og voru spilaðir um 270 leiki á tveimur dögum.
Allir þátttakendur fengu í verðlaun tannburta og tannkrem í boði Colgate ásamt jólahúfu og rassaþotu sem verður vonandi vel nýtt í vetur meðal þátttakenda. Askasleikir lét einnig sjá sig nokkrum sinnum yfir helgina og fékk m.a. að taka þátt í leikjum sem auka maður meðal þeirra yngstu.
Markmið mótsins hefur alltaf verið að næra rætur starfsins, gleðja börn og kynna þeim fyrir leiknum með jákvæðum hætti. Það má því svo sannarlega segja að því markmiði hafi verið náð.
Við viljum þakka öllum þeim sjálfboðaliðum, sem lögðu hönd á plóg, kærlega fyrir sín störf yfir helgina og auðvitað Colgate og Rent-A-Party fyrir að vera sterkir stuðningsaðilar mótsins.
Áfram Valur!


















