Patrick Pedersen er Íþróttamaður Vals 2025

Íþróttamaður Vals 2025 er Patrick Pedersen.

Patrick hefur verið lengi í herbúðum félagsins. Hann var besti leikmaður liðsins í ár og var valinn besti leikmaður Bestu deildarinnar af leikmönnum deildarinnar. Hann var einnig útnefndur leikmaður ársins af fjölmörgum álitsgjöfum.

Íþróttamaður Vals sló met í sumar yfir flest skoruð mörk í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Hann hefur skorað 174 mörk, þar af 134 í deildinni og öll hafa þau verið skoruð fyrir Val. Hann spilaði 19 leiki í deild með Val í sumar og skoraði í þessum leikjum 18 mörk. Það má leiða að því sterkum líkum að ef íþróttamaður Vals hefði ekki meiðst alvarlega í bikarúrslitaleik á móti Vestra hefði hann einnig slegið markmetið yfir eitt tímabil.

Íþróttamaður Vals átti frábært tímabil fyrir félagið eins og hann hefur átt svo oft áður.

Til hamingju Patrick Pedersen!