Guðný Jenný Ásmundsdóttir íþróttamaður Vals 2012

Venju samkvæmt fer fram á gamlársdag kjör á íþróttamanni Vals. Að þessu sinni er það Guðný Jenný Ásmundsdóttir handknattleikskona sem hlaut nafnbótina og er hún vel að henni komin. Guðný Jenný var í liði Vals sem var handhafi allra titla í íslenskum kvennahandbolta á árinu og lykilmaður í landsliði Íslands.