Kristín Ýr komin heim í Val

Í dag miðvikudaginn 16.janúar skrifaði framherjinn Krístín Ýr Bjarnadóttir undir samning við Val og er því komin heim aftur. Kristín er uppalin í Val en lék á síðasta tímabili í Noregi með liði Avaldsnes IL. Kristín er góð viðbót við Valsliðið og mun án efa raða inn mörkum með Val í sumar.