Bjarni Ólafur kominn heim í Val

Bjarni Ólafur Eiríksson hefur gengið frá samningi við uppeldisfélag sitt, Val.  Bjarni Ólafur er einn af allra öflugustu varnarmönnum á Íslandi og á hann að baki fjölmarga leiki fyrir Val og íslenska landsliðið. Bjarni Ólafur, sem var m.a. valinn íþróttamaður Vals árið 2005, hefur á ferli sínum einnig spilað sem atvinnumaður með Silkeborg á árunum 2005-2007 og með Stabæk í Noregi síðustu þrjú ár þar sem hann lék 87 leiki og var einn að lykilmönnum liðsins.

Bjarni Ólafur hefur verið valinn reglulega í íslenska landsliðið undir stjórn Lars Lagerback og klárt að Bjarni á eftir að verða  mikill liðsstyrkur fyrir Valsmenn á komandi tímabili. Það eru því mikil gleðitíðindi fyrir okkur Valsmenn að fá Bjarna heim að Hlíðarenda og verður gaman að fylgjast með honum í sumar í Pepsí deildinni.  Samningurinn er til þriggja ára og ætti Bjarni að vera komin með leikheimild næstu daga.Athugasemdir