Elín Metta endurnýjar

Nú fyrr í kvöld skrifaði Elín Metta Jensen undir nýjan samning við Val til þriggja ára.

 

Þessi stórefnilegi framherji hefur spilað lykilhlutverk í mfl liði Vals s.l ár og hefur á þeim tíma skorað fjöldan allan af mörkum og verið í og við A landslið Íslands ásamt því að leika með yngri landsliðum.

Sannarlega góðar fréttir fyrir Val að hafa tryggt sér krafta hennar til næstu þriggja ára, við hlökkum til að sjá hana á grasinu næsta sumar og ef að líkum lætur á skotskónum.