Haukur Páll Sigurðsson er Íþróttamaður Vals 2013

Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals hefur skrifað undir 3ja ára samning við Val.  Haukur Páll sem er 26 ára hefur leikið með Val undanfarin ár og verið einn besti leikmaður Pepsi deildar þann tíma.   Hann á að baki 160 leiki í deild og bikar og hefur skorað í þeim leikjum 28 mörk. Haukur hefur leikið með yngri landliðum Íslands og var valin í A-landslishópinn s.l sumar.  Það er mikið ánægjuefni að Haukur Páll hafi ákveðið að gera nýjan samning við Val þrátt fyrir mikin áhuga erlendra sem Íslenska liða.

Það er vel við hæfi að Haukur skrifi undir nýjan samning á þessum tímamótum en venju samkvæmt fer fram á gamlársdag kjör á íþróttamanni Vals. Að þessu sinni er það Haukur Páll sem varð fyrir valinu sem íþróttamaður Vals árið 2013