Mads Nielsen til Vals

Knattspyrnufélagið Valur hefur gengið frá lánssamning við hinn gríðarlega efnilega varnarmann Mads Nielsen frá Bröndby IF í Danmörku. Samningurinn gildir til 1.október 2014.

Búast við Mads sterkari til baka

Per Rud, Íþróttastjóri Bröndby segir meðal annars -að það sé von og trú manna hjá Bröndby að Mads fái mikinn spiltíma hjá Val og að með því spila á Íslandi fái Mads tækifæri til að bæta sig sem leikmaður og muni snúa enn betri til baka í haust.

Hinn 19 ára Mads er talinn mikið efni og hefur verið viðloðandi aðallið Bröndby síðan 2013 og lék meðal annars með liðinu í bikarkeppninni í ágúst sama ár er Bröndby IF mættu liði Hvidovre IF. Einnig hefur Mads spilað 24 leiki fyrir yngri landslið Dana.