James Hurst leikur með Val á komandi tímabili

James Hurst er Valmönnum að góðu kunnur en hann lék með liðinu á s.l tímabili við mjög góðan orðstír.  Hurst fór frá Val til Crawley Town þar sem hann spilaði yfir 20 leiki í ,,League One" á Englandi.  James Hurst sem er fæddur 1992  á að baki  yfir 20 leiki með yngri landsliðum Englands og var í U20 ára liði þeirra 2011.  Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hurst leikið með liðum eins og WBA, Blackpool, Shrewsbury Town, Chersterfield, Birmingham og Crawley Town.

Koma Hurst undirstrikar að Valur mun tefla fram firnasterku liði á komandi tímabili.Athugasemdir