Kristín Guðmundsdóttir er íþróttamaður Vals 2014

Venju samkvæmt fer fram á gamársdag kjör á íþróttamanni Vals. Að þessu sinni er það handknattleikskonan Kristín Guðmundsdóttir sem hlaut nafnbótina og er hún vel að því komin. Kristín var lykilleikmaður í liði Vals sem var bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu sem er að líða.

Allir Valsmenn nær og fjær óska Kristínu innilega til hamingju með kjörið.

Myndin hér að neðan er að þeim Kristínu og Birni Zoega, formanni Vals, er hún tekur við verðlaununum. 

Íþróttamaður Vals 2014.jpg