Sumarbúðir í Borg - Sumarið 2022

Þátttakendur þurfa að taka með sér nesti, nestistími um kl. 15 eftir hádegi. Foreldrar eru hvattir til þess að senda börnin sín með hollt og gott nesti. Á föstudögum er í boði að koma með "betra" nesti.

Mikilvægt er að börnin komi klædd eftir veðri og taki með sér útiföt á hverjum degi.

Dagskrá sumarbúðanna gæti riðlast til vegna veðurs.

Umsjónarmaður námskeið : Grétar Karlsson

GSM: 867-5725 / gretarkarls@hotmail.com

 

Gott að hafa í huga:

  • Starfið í sumarbúðum hefst stundvíslega klukkan 12:45. 
  • Þátttakendur þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti. 
  • Klæðum okkur eftir veðri og berum sólarvörn á börnin ef veður er gott.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sumarbúðir í Borg - Dagskrá 2022 (Dagskrá vikunnar má sjá hér aðeins neðar)

Dagskrá í sumarbúðum í borg - Vika 2 | 20. - 24. júní

Mán // 20. júní

Hádegismatur: Plokkfiskur með rúgbrauði

Hljómskálagarðurinn - leikir, leiktæki og fjör.

 

Þri // 21. júní

Hádegismatur: Chilli con carne

Orð og mynd - Heimsókn á Ljósmyndasafn Rvk.

Léttur leikur sem felst í því að skoða ljósmyndir

 

Mið // 22. júní

Hádegismatur: Fiskbuff með hýðishrísgrjónum

Sundferð - Muna að taka með sér sundföt.

 

Fim // 23. júní

Hádegismatur: Skólanúðlur með kjúkling

Heimsókn á Árbæjarsafnið Byrjað er á léttri leiðsögn um safnsvæðið áður en krakkarnir fá að kynnast gömlum leikjum sem íslensk börn léku sér í á árum áður.

 

Fös // 24. júní

Hádegismatur: Pylsupartí

Heimsókn í Húsdýragarðinn. 

 

Vika 3 - Sumarbúðir í borg

Mán // 27. júní

Hádegismatur: Steiktur fiskur með kartöflum

Heimsókn á sjóminjasafn Íslands - Stuttur og léttur leiðangur um sýninguna Fiskur & fólk þar sem leiðbeinendur og krakkar vinna saman í hópum við að leysa þrautir.

 

Þri // 28. júní

Hádegismatur: Ítalskt lasagne

Lífið á landnámsöld - Heimsókn á Landnámssýninguna þar sem lært er um daglegt líf landnámsmanna í Reykjavík. 

  

Mið // 29. júní

Hádegismatur: Fiskibollur með kartöflum og lauksósu

Eftir hádegi: Sundferð  - muna að taka með sundföt

 

Fim // 30. júlí

Hádegismatur: Spaghetti bolognese með parmesan osti

Eftir hádegi: Frisbí golf, krikket og kubbur á Klambratúni - Taka frisbí með að heiman ef þið eigið.

 

Fös // 1. júlí

Hádegismatur: Pylsupartí

Heimsókn á Þjóðminjasafnið safnabingo og ratleikir

 

Dagskrá fyrir næstu námskeið verða birt síðar.

 

Nánar: www.valur.is/sumarstarf

Skráning: www.sportabler.com/shop/valur

Heimasíða sumarstarfsins: www.valur.is/sumarstarf