Líf og fjör á námskeiðum tvö í sumarstarfi Vals - Skráning á námskeið 3-6 í fullum gangi

Líkt og í fyrstu viku sumarnámskeiða Vals var heljarinnar fjör hjá iðkendum á námskeiðum vikunnar eins og meðfylgjandi myndir bera vitni um. Veður var áfram með besta móti og skemmtu þátttakendur sér með eindæmum vel.

Peyjarnir í 7. flokki voru heldur betur tilbúnir í bátana þegar þeir lögðu af stað á Norðurálsmótið í dag og búnir að æfa af krafti í fótboltaskólanum og hjá Arnari Steini þjálfara í liðinni viku - Við óskum þeim góðs gengis og skemmtunar upp á Skipaskaga um helgina!

Krakkarnir í körfuboltaskóla Vals voru ögn færri en í síðustu viku en það kom ekki að sök og ríkti frábær stemning og leikgleði á námskeiðinu.

Sumarbúðir í borg voru að vanda með fjölbreytta dagskrá þessa vikuna og ber þar helst að nefna heimsóknir á borgarbókasafnið, varðskipið Óðinn, fjölskyldu- og húsdýragarðinn að ógleymdri heimsókn á Árbæjarsafn þar sem krakkarnir fengu t.a.m. að skoða leikföng frá því í gamla daga.

Dagskráin í næstu viku verður ekki að verri endanum en hana má sjá hér að neðan ásamt matseðli vikunnar.

Mánudagur // 24. júní

Fyrir hádegi: Gönguferð á klambratún, frisbí golf og leikið sér á svæðinu

Hádegismatur: Steiktar fiskibollur með karrýsósu gufusoðnum hrísgrjónum og  agúrkubitum

Eftir hádegi: Ratleikur í öskjuhlíð

 

Þriðjudagur // 25. júní

Fyrir hádegi: Kjarvalsstaðir (Gæti færst til)

Hádegismatur: Lambakjötspottur með kartöflumús og salati

Eftir hádegi: Gönguferð í hljómskálagarðinn og leikið þar

 

Miðvikudagur // 26. júní

Fyrir hádegi: Spilað og leikir á Vals-svæðinu

Hádegismatur: Steiktar kjötbollur sósu soðnum kartöflum og grænum baunum,ömmusulta

Eftir hádegi: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

 

Fimmtudagur // 27. júní

Fyrir hádegi: Heimsókn í mjölnir (Gæti færst til)

Hádegismatur: Lambakjötsmolar með hrísgrjónum og súrsætri sósu ásamt gúrkum, tómötum og vínberjum.

Eftir hádegi: Sundferð í vesturbæjarlaug

 

Föstudagur // 28. júní

Fyrir hádegi: Leikir og íþróttir á Vals-svæðinu

Hádegismatur: Pylsupartí

Eftir hádegi: Heimsókn á árbæjarsafn

 

Minnum einnig á tækninámskeið fyrir 4. Og 5. Flokk sem hefst á mánudaginn. Kennt er milli klukkan 8:00 og 9:00.