Líf og fjör í fjórðu viku sumarstarfs Vals - Skráning á námskeið 5-6 í fullum gangi

Sólin er farin að skína á ný í sumarstarfi Vals eftir u.þ.b. viku fjarveru og eru krakkarnir í sannkölluðum sólskins fíling. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot úr starfinu þessa vikuna en nú ertu aðeins tvö námskeið eftir.

Hér að neðan má sjá dagskrá Sumarbúða í borg þar sem m.a. verður farið í strandferð í Nauthólsvík (ef veður leyfir), húsdýragarðurinn verður heimsóttur ásamt Hvalasafninu út á Granda.

Mánudagur // 8. júlí

Fyrir hádegi: Varðskipið óðinn (gæti færst til

Hádegismatur: Kjúklingaréttur með pasta, ferskt salat og ávextir.                       

Eftir hádegi: Strandferð í nauthólsvík ( Má mæta með dót fyir ströndina)      

 

Þriðjudagur // 9. júlí

Fyrir hádegi: Gönguferð á klambratún, frisbí golf og leikið sér á svæðinu

Hádegismatur: Steiktar kjötbollur með brúnni sósu ,rabbabarasultu, grænum baunum,kartöflum og ávöxtum.

Eftir hádegi: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

 

Miðvikudagur // 10. júlí

Fyrir hádegi: Gönguferð í hljómskálagarðinn og leikið þar       

Hádegismatur: Steiktur fiskur í brauðraspi með kaldri sósu, salati og ávöxtum.

Eftir hádegi: Hvalasafnið/Perlan

 

Fimmtudagur // 11. júlí

Fyrir hádegi: Heimsókn á Hvalasafn Íslands

Hádegismatur: Lambapottur með hrísgrjónum,salati og brauði.

Eftir hádegi: Sundferð í vesturbæjarlaug 

 

Föstudagur // 12. júlí

Fyrir hádegi: Leikir á Vals-svæðinu

Leikir: stórfiskaleikur(allskyns útgáfur), Skotbolti (allskyns útgáfur), villta vestrið, jósep segir, pógó og kýló

Hádegismatur: Pylsupartí

Eftir hádegi: Ratleikur í öskjuhlíð

 

Minnum einnig á tækninámskeið fyrir krakka í 4. og 5. flokki en um er að ræða seinna námskeiðið af tveimur. Æft er mánudag-fimmtudag frá kl. 8:00-9:00.