Íþróttaskóli Vals - Skráning á vornámskeið opnar í dag

Skráning á vornámskeið Íþróttaskóla Vals opnar í dag, miðvikudaginn 10. febrúar klukkan 16:00. Skráning á námskeiðið fer fram inn á skráningarsíðu félagsins: sportabler.com/shop/valur

Fyrsti tími námskeiðsins verður laugardaginn 20. febrúar en skólinn   er hugsaður fyrir leikskólabörn sem fædd eru 2015-2019 (eða frá 18 mánaða - 5 ára), en markmið hans er að kynna fyrir börnunum hinar ýmsu íþróttagreinar og leiki.

Í skólanum læra börn að leika sér saman, leika með foreldrum auk þess að fylgja fyrirmælum kennara og vinna í hópum.

Skólinn verður starfræktur á laugardagsmorgnum og HEFST NÝTT NÁMSKEIÐ LAUGARDAGINN 20. febrúar 2021.

  •  Börn fædd 2018-2019 (f.  1. jan - 1. jún):    Eiga tíma frá kl. 9:00-9:40
  •  Börn fædd 2015-2017:    Eiga tíma frá 9:45-10:30

Minnum á að fjöldi iðkanda í hverjum aldurshópi er takmarkaður og því um að gera að ganga frá skráningu sem fyrst til að tryggja þátttöku:  www.sportabler.com/shop/valur

Nánari upplýsingar má finna hér: valur.is/born-unglingar/ithrottaskoli-vals.aspx