Íþróttaskóli Vals - Skráning á vorönn er hafin

Tilkynning: Frí í íþróttaskólanum laugardaginn 23. febrúar vegna vetrarfrís í grunnskólum

Við minnum á að það verður enginn íþróttaskóli um helgina vegna vetrarfrís í grunnskólum borgarinnar. 

Njótið helgarinnar með ykkar bestu og sjáumst fersk í næsta tíma laugardaginn 2. mars í gamla sal.

 

Fyrir hverja er íþróttaskólinn?

Íþróttaskólinn er hugsaður fyrir leikskólabörn sem fædd eru 2013-2017 (eða frá 18 mánaða - 5 ára), en markmið hans er að kynna fyrir börnunum hinar ýmsu íþróttagreinar og leiki. Í skólanum læra börn að leika sér saman, leika með foreldrum auk þess að fylgja fyrirmælum kennara og vinna í hópum.

Skólinn verður starfræktur á laugardagsmorgnum og HEFST NÝTT NÁMSKEIÐ LAUGARDAGINN 19. janúar 2019.

  •  Börn fædd 2016-2017 (f.  1. jan - 1. jún):  Eiga tíma frá kl. 9:10-9:45
  •  Börn fædd 2013-2015:  Eiga tíma frá 9:50-10:30

Stjórnendur 

Haustið 2018 mun Sigríður Ósk Fanndal sjá um íþróttaskóla Vals ásamt vöskum aðstoðarmönnum. Sigga er íþróttakennari í Seljaskóla, þaulreyndur þjálfari sem hefur starfað með öllum aldri og í margs konar íþróttagreinum. Við erum ótrúlega heppin að fá hana í liðið okkar.    

Minnum á að mikilvægt er að skrá börnin sem fyrst í skólann til þess að ná örugglega plássi.  Það er gert á heimasíðunni, undir "Skráning iðkenda" https://valur.felog.is/ eða hér í gegnum Íslykil/rafræn skilríki: innskraning.island.is/?id=valur.felog.is 

Vakni upp spurningar varðandi skráningu er hægt að hafa samband við íþróttafulltrúa Vals, Gunnar Örn Arnarson í síma 414-8005 / gunnar@valur.is. Skrifstofa Vals er opin alla virka daga frá kl. 09:00-16:00

Dagskrá íþróttaskólans vorið 2019:

19. janúar

26. janúar (Fellur niður)

2. febrúar

9. febrúar

16. febrúar

2. mars

9. mars

16. mars

23. mars

30. mars

6. apríl

13. apríl (nýr tími v. 26. jan)

 

Facebook logo.png Smelltu hér til að komast inn á facebook-síðu íþróttaskólans