Íþróttaskóli Vals - Skráning á vorönn er hafin

Íþróttaskólinn er hugsaður fyrir leikskólabörn sem fædd eru 2013-2017 (eða frá 18 mánaða - 5 ára), en markmið hans er að kynna fyrir börnunum hinar ýmsu íþróttagreinar og leiki. Í skólanum læra börn að leika sér saman, leika með foreldrum auk þess að fylgja fyrirmælum kennara og vinna í hópum. Skólinn verður starfræktur á laugardagsmorgnum og HEFST NÝTT NÁMSKEIÐ LAUGARDAGINN 19. janúar 2019.

  •  Börn fædd 2016-2017 (f.  1. jan - 1. jún):  Eiga tíma frá kl. 9:10-9:45
  •  Börn fædd 2013-2015:  Eiga tíma frá 9:50-10:30

Stjórnendur 

Haustið 2018 mun Sigríður Ósk Fanndal sjá um íþróttaskóla Vals ásamt vöskum aðstoðarmönnum. Sigga er íþróttakennari í Seljaskóla, þaulreyndur þjálfari sem hefur starfað með öllum aldri og í margs konar íþróttagreinum. Við erum ótrúlega heppin að fá hana í liðið okkar.    

Minnum á að mikilvægt er að skrá börnin sem fyrst í skólann til þess að ná örugglega plássi.  Það er gert á heimasíðunni, undir "Skráning iðkenda" https://valur.felog.is/ eða hér í gegnum Íslykil/rafræn skilríki: innskraning.island.is/?id=valur.felog.is 

Vakni upp spurningar varðandi skráningu er hægt að hafa samband við íþróttafulltrúa Vals, Gunnar Örn Arnarson í síma 414-8005 / gunnar@valur.is. Skrifstofa Vals er opin alla virka daga frá kl. 09:00-16:00

 

Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 19. janúar og síðasti tími skólans er 6. apríl. 

Dagskrá íþróttaskólans vorið 2019:

19. janúar

26. janúar

2. febrúar

9. febrúar

16. febrúar

2. mars

9. mars

16. mars

23. mars

30. mars

6. apríl

 

Facebook logo.png Smelltu hér til að komast inn á facebook-síðu íþróttaskólans