ÍÞRÓTTASKÓLI VALS | Haustönn 2025
Fyrir hverja er
íþróttaskólinn?
Íþróttaskólinn er hugsaður fyrir leikskólabörn sem fædd eru
2020-2024 (eða frá 18 mánaða - 5 ára), en markmið hans er að kynna
fyrir börnunum hinar ýmsu íþróttagreinar og leiki. Í skólanum læra
börn að leika sér saman, leika með foreldrum auk þess að fylgja
fyrirmælum kennara og vinna í hópum.
Skólinn er starfræktur á laugardagsmorgnum og HEFST
NÝTT NÁMSKEIÐ LAUGARDAGINN 6. september.
Minnum á að mikilvægt er að
skrá börnin sem fyrst í skólann til þess að ná örugglega
plássi. Það er gert á skráningasíðu félagsins: www.sportabler.com/shop/valur
Skráning hefst 19. ágúst.
10 skipti á haustönn 2025 - Staðfestir æfingatímar koma á
Abler
Íþróttaskóli Vals - Vorönn 2025
Yngri hópur: kl. 9:00-9:40
Börn fædd 2023-2024 (f. 1. jan - 1. maí)
Eldri hópur: kl. 9:50-10:30
Börn fædd 2020-2022
Skólinn verður starfræktur á laugardagsmorgnum í
Valsheimilinu að Hlíðarenda
Stjórnandi íþróttaskólans er Tanja Geirmundsdóttir en hún hefur
starfað við skólan um árabil og verður veturinn fullur af fjöri og
skemmtun fyrir krakkana.
Foreldrar, forráðamenn og aðrir sem fylgja börnum á æfinguna eru
hvattir til að taka virkan þátt og aðstoða börnin í leik og
hreyfingu. Mikilvægt er að mæta í þægilegum fötum og gott að vera
berfætt til að ná sem bestu gripi á gólfinu.
Vakni upp spurningar varðandi skráningu bendum við á vala@valur.is
Smelltu hér
til að komast inn á facebook-síðu íþróttaskólans