Íþróttaskóli Vals - Skráning á vorönn 2018 opnar fimmtudaginn 4. jan

Íþróttaskólinn er hugsaður fyrir leikskólabörn sem fædd eru 2012-2016 (eða frá 18 mánaða - 5 ára), en markmið hans er að kynna fyrir börnunum hinar ýmsu íþróttagreinar og leiki. Í skólanum læra börn að leika sér saman, leika með foreldrum auk þess að fylgja fyrirmælum kennara og vinna í hópum. Skólinn verður starfræktur á laugardagsmorgnum og HEFST NÝTT NÁMSKEIÐ LAUGARDAGINN 20. janúar 2018.

  •  Börn fædd 2015 - 2016 (f.  1. jan - 1. jún):  Eiga tíma frá kl. 9:10-9:45
  •  Börn fædd 2012-2014:  Eiga tíma frá 9:50-10:30

Stjórnendur

Veturinn 2017-18 munu Kolbrún Franklín og Elfa Björk Hreggviðsdóttir sjá um íþróttaskóla Vals ásamt vöskum aðstoðarmönnum. Kolbrún og Elfa Björk eru grunnskólakennarar og hafa áralanga reynslu í að vinna með börnum og unglingum. Þær eru uppaldir Valsarar og spiluðu handbolta með félaginu í 15 ár. Einnig hefur Kolbrún þjálfað handbolta hjá Val. Framundan má gera ráð fyrir fjörugum og skemmtilegum íþróttaskóla.                   

Skráning (Vor 2018) hefst fimmtudaginn 4. janúar

Minnum á að mikilvægt er að skrá börnin sem fyrst í skólann til þess að ná örugglega plássi.  Það er gert á heimasíðunni, undir "Skráning iðkenda" https://valur.felog.is/ eða hér í gegnum Íslykil/rafræn skilríki: innskraning.island.is/?id=valur.felog.is 

Vakni upp spurningar varðandi skráningu er hægt að hafa samband við íþróttafulltrúa Vals, Gunnar Örn Arnarson í síma 414-8005 / gunnar@valur.is. Skrifstofa Vals er opin alla virka daga frá kl. 09:00-16:00

Hægt er að hafa samband við stjórnendur íþróttaskólans í gegnum tölvupóstinn  kolbrun.franklin@rvkskolar.is 

 

Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 20. janúar og síðasti tími skólans er 14. apríl. 

Dagskrá íþróttaskólans vorið 2018:

20. janúar (Stóri salur)

27. janúar (Stóri salur) 

3. febrúar (Stóri salur) 

10. febrúar (Gamli salur)

17. febrúar (frí vegna vetrarleyfis)

24 febrúar (Stóri salur)

3. mars (Stóri salur)

10 mars (Gamli salur)

17. mars (Gamli salur)

24. mars (Stóri salur)

31. mars (frí vegna páskaleyfis)

7. apríl (Stóri salur)

14. apríl (Stóri salur)


Facebook logo.png Smelltu hér til að komast inn á facebook-síðu íþróttaskólans